Fara í efni

Fjaðrárgljúfur-Móberg,mosi og maðurinn-fræðsluganga

Til baka í viðburði
Hvenær
miðvikudagur, 24 júní
Hvar
Fjaðrárgljúfur
Klukkan
13:00-14:00

Fjaðrárgljúfur-Móberg,mosi og maðurinn-fræðsluganga

Fræðsluganga með landverði Vatnajökulsþjóðgarðs. Fræðsluganga verður alla þriðjudaga og föstudaga í sumar. Gangan byrjar við neðra bílastæðið í Fjaðrárgljúfri. 

Fjaðrárgljúfur er fallegt gljúfur, um 100 metra djúpt og um 1 km á lengd. Í botni Fjaðrárglúfurs rennur bergvatnsáin Fjarðrá. Fjarðrárgljúfur hefur á síðustu árum orðið mjög vinsæll ferðamannastaður.

Landvörður mun taka móti gestum á þriðjudögum og föstudögum klukkan 13 þar sem verður gengið upp göngustíginn með fram Fjaðrárgljúfri. Viðfangsefni göngunar verður hvernig Fjarðrárglúfur myndaðist, gróðurfar sem einkennist af mosa og hvernig maðurinn hefur haft áhrif á Fjaðrárgljúfur. Gangan er létt og tekur um klukkutíma. Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir og dagskráin er gjaldfrjáls.

Ókeypis

Aðrir viðburðir