Fara í efni

Flugeldasýning 2021

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 14 ágúst
Hvar
Jökulsárlón Glacier Lagoon
Klukkan
22:00-00:00

Flugeldasýning 2021

Laugardagskvöldið 14. ágúst 2021 verður árleg flugeldasýning Björgunarfélags Hornafjarðar haldin á Jökulsárlóni.
 
Sýningin byrjar kl. 22:30 og aðgangseyrir er 1500 kr á mann, frítt fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði sýningarinnar fer í rekstur og tækjakaup fyrir Björgunarfélag Hornafjarðar.
 
Flugeldasýningin er orðin stærsta fjáröflun Björgunarfélags Hornafjarðar. Ár eftir ár mætir fólk á Jökulsárlón til að vera vitni að þessu magnaða sjónarspili. Flugeldum er skotið upp af prömmum úti á lóninu í myrkri svo bjarminn frá flugeldunum kastast á ísjaka á lóninu og speglast í vatninu.
 
Miðar fara í sölu á forsölustöðum sem verða auglýstir síðar. Við mælum með að fólk kaupi miða í forsölu til að stytta biðtíma við komu á lónið.
 
Aðalstyrktaraðili sýningarinnar í ár er Glacier Lagoon, Jökulárlón ferðaþjónusta.
 
Við hlökkum til að sjá ykkur 14. ágúst!

 

 

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll