Fara í efni

Alheimsklukkan

Til baka í viðburði
Hvenær
29. nóvember - 22. desember
Hvar
Austurmork 21 Hveragerði
Klukkan

Alheimsklukkan

“Við hérna úr myrkrinu, lýsum upp með hugsunum okkar”
“Við hér frá botni sjávar, norðurhveli jarðar horfum upp og lesum í tunglið og norðurljósin”
Nýtt vídeóverk eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur verður til sýnis á aðventunni í Listasafni Árnesinga.
Ásdís Sif dvaldi í Varmahlíð í Hveragerði í júlí og eftir það var hún beðin um að gera hugvekju á aðventunni með sérstökum skilaboðum til gesta og gangandi.
Hugvekjurnar á aðventu er verkefni sem safnið byrjaði með á síðasta ári þegar að Covid smitin í samfélaginu voru mörg og var þetta leið safnsins til að senda falleg skilaboð út í myrkrið.
Hægt verður að sjá verkið allan sólarhringinn út um einn af gluggum safnsins.
Ásdís Sif vinnur með gjörninga í vídeóverkum sínum sem fara fram með mismunandi hætti á ólíkum stöðum og mismunandi tímum.

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll