Fara í efni

Cauda Collective: Þorlákstiðir

Til baka í viðburði
Hvenær
fimmtudagur, 9 júlí
Hvar
Skálholt Cathedral, Iceland, Skálholt
Klukkan
21:00-22:00

Cauda Collective: Þorlákstiðir

Cauda Collective flytur nýjar útsetningar á tíðasöngvum Þorláks helga auk nýrra útsetninga á íslenskum þjóðlögum. Þorlákur helgi Þórhallsson var biskup í Skálholti á árunum 1178–1193. Eftir andlát hans fór orð af helgi hans og voru bein hans tekin úr jörðu 20. júlí 1198, en sá dagur var ári síðar á Alþingi gerður að Þorláksmessu að sumri. Talið er að tíðasöngvar Þorláks hafi verið ortir á árunum 1280-1330 en um þá ritaði þjóðlagasafnarinn Bjarni Þorsteinsson:  “Er söngur þessi mjög merkilegur, ekki aðeins fyrir það hve gamall hann er, heldur sér í lagi fyrir hitt að hann er ortur á Íslandi, af íslenskum mönnum, um íslenskan mann, eftir íslenskum rímreglum og undir íslenskum háttum.” Hægt er að lesa meira um flytjendurna og dagskrá þeirra á heimasíðu okkar http://www.sumartonleikar.is/

Ókeypis

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll