Fara í efni

BREK - Icelandic Lava Show, Vík

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 24 júlí
Hvar
Icelandic Lava Show
Klukkan
18:00-19:00

BREK - Icelandic Lava Show, Vík

Hljómsveitin Brek bregður undir sig betri fætinum og heldur tónleika víðsvegar um landið í sumar undir yfirskriftinni Vegslóðinn 2021.

Lög sveitarinnar eru sungin á íslensku en hún leggur áherslu á að nota fjölskrúðugt orðbragð og nýta þannig hinn mikla og fallega orðaforða sem íslenskan hefur upp á að bjóða.

Áhrif tónlistarinnar koma úr ýmsum áttum en Brek vill leitast við að tvinna þeim saman í sinn hljóðheim og leitast þannig við að brjóta niður múra á milli tónlistarstefna ásamt því að tengja íslenskan þjóðlagaarf við aðrar tegundir þjóðlagatónlistar. Íslenska texta og raddir í bland við samspil rytmísks og dínamísks samtals hljóðfæranna notar Brek til að drífa tónlistina áfram.

Brek hlaut eina tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 í flokknum plata ársins, þjóðlagatónlist. Tónlist sveitarinnar hefur einnig ómað á öldum ljósvakans undanfarið.

Nánari upplýsingar á www.brek.is

2.500 kr

Aðrir viðburðir

28. maí - 28. maí

Fimmtudagsfjör í Gamla fjósinu

Gamla fjósið
5.- 6. jún

Hengill Ultra 2020

5.- 7. jún

Námskeið hjá Glacier Adventure - Jökla 2 & 3

Glacier Adventure, Höfn í Hornafirði
5.- 7. jún

Fjallaskíðamót

Kerlingarfjöll