Fara í efni

Khemaia á Kaffi Golu - Mikael Máni og Aurora

Til baka í viðburði
Hvenær
föstudagur, 21 nóvember
Hvar
Kaffi Gola - Hvalsnesi
Klukkan
20:00-21:30

Khemaia á Kaffi Golu - Mikael Máni og Aurora

Khemeia er nýtt og spennandi dúó þar sem gítarleikarinn Mikael Máni og ítalska söngkonan Aurora Machese leiða saman hesta sína. Tónlist þeirra er einföld í grunninn – gítar og rödd – en saman skapa þau heillandi hljóðheim þar sem íslenskur kuldi mætir hlýju Miðjarðarhafsins. Í lok nóvember gefur dúóið út sína fyrstu plötu.

Lögin fjalla um það sem gerir lífið þess virði að lifa – ást, vináttu, minningar og uppvaxtarár. Á tónleikunum flytja þau bæði frumsamin verk og ítölsk lög í sínum búningi.

Aurora, sem býr í Amsterdam, hefur tileinkað sér fjölbreytta tónlist frá klassík til jazz. Mikael hefur þegar hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal Íslensku tónlistarverðlaunin 2023 fyrir jazzplötu ársins, og starfað með mörgum af fremstu tónlistarmönnum Evrópu.

Saman skapa þau óvænta en ómótstæðilega blöndu – tónlist sem er bæði ný og kunnugleg, hugljúf og djörf.

3.500

Aðrir viðburðir

5. jún

Opnun sumarsýninga Byggðasafns og Listasafns Reykjanesbæjar

Duus Safnahús / Duus Museum, Duusgata, Reykjanesbær
5. jún

Eagles - Bestu lög Eagles

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
6. jún

Bakkalábandið - Lagst að bryggju

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
17. jún

Þrautaleikur fjölskyldunnar

Reykjanesbær