Fara í efni

Golfmót - Hjóna- og paramót

Til baka í viðburði
Hvenær
27.-29. maí
Hvar
Húsatóftavöllur
Klukkan
14:00

Golfmót - Hjóna- og paramót

Nothern Light Inn og Gólfklúbbur Grindavíkur bjóða til golfmóts. 

Dagskrá helgarinnar

Föstudagurinn 27. maí 2022

Texas Scramble spilað (sjá neðar), frjáls rástímaskráning
Pör bóka rástíma þegar þeim hentar í samráði við Golfklúbb Grindavíkur

Gestir geta skráð sig inn á Northern Light inn frá kl. 14.00

Á föstudagskvöldinu verður létt hlaðborð með Mið-austurlenskum áhrifum að hætti Kryddhússins á 4800 kr per manninn

Laugardagurinn 28. maí 2022

kl. 07.00-10.00 ~ Kjarngóður morgunverður
kl. 10.00 ~ Mæting á Húsatóftavöll
kl. 11.00 ~ Ræst út af öllum teigum
Kl. 16.00 ~ Áætluð mótslok
Kl. 17.00 ~ Happy hour á Northern Light Inn
kl. 19.00 ~ Kvöldverður og verðlaunaafhending fyrir báða keppnisdaga

Verð

Verð er 31.500 kr á mann. Tvær nætur í 2ja manna herbergi með morgunmat og kvöldverður á laugardeginum. Greiðist hjá Northern light Inn.
Mótsgjald er 7.500 kr. á mann. Greiðist til Golfklúbbs Grindavíkur. 

Kvöldverður á föstudeginum er ekki innifalinn.

Mótafyrirkomulag

Texas Scramble spilað á föstudeginum
Par saman í liði og bæði slá upphafshöggs eins og venjulegt er. Betra höggið er valið og slá báðir meðlimir frá þeim stað. Sá sem á boltann sem valinn er, slær alltaf fyrst. Þetta ferli heldur áfram þar til komið er inn á flöt.
Á flöt leikur sá leikmaður fyrst sem er með hærri forgjöf, burt séð frá því hvor boltinn er valinn.

Betri bolti með forgjöf spilaður á laugardeginum
Báðir í liðinu leika sínum bolta út holuna. Betra skor á holuna með forgjöf er skráð á skorkortið.

Hámarksforgjöf KK 24
Hámarksforgjöf KVK 28

Skráning

Til að skrá sig í mótið þarf að senda tölvupóst á info@nli.is og gefa upp nöfn liðsins, kennitölu og forgjöf. 

Frekari upplýsingar og skráning fer hjá Northern Light Inn eða með því að senda póst á info@nli.is

Aðrir viðburðir

5. jún

Opnun sumarsýninga Byggðasafns og Listasafns Reykjanesbæjar

Duus Safnahús / Duus Museum, Duusgata, Reykjanesbær
5. jún

Eagles - Bestu lög Eagles

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
6. jún

Bakkalábandið - Lagst að bryggju

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
17. jún

Þrautaleikur fjölskyldunnar

Reykjanesbær