Gítar og bassatónar
Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari og Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari flytja fjölbreytta tónlist.
Aðgangseyrir er 3.500.- Ókeypis fyrir 18 ára og yngri.
Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
“Á efnisskránni eru m.a. “An Olde Fashioned Basspiece” eftir Árna Egilsson, Ave Maria eftir Astor Piazzolla, Reverie eftir Giovanni Bottesini og Fimm dansar eftir Annette Kruisbrink.
Þó Þórir og Þröstur hafi þekkst lengi er það fyrst núna að þeir leiða saman hesta sína í tónlist. Þórir er meðlimur Sinfóníuhljómsveitar Íslands en hefur að auki spilað reglulega kammertónlist td. fyrir Kammermúsikklúbbinn, í “Klassík í Vatnsmýrinni” með Camerarctica, Hnúkaþey og hefur átt farsælt samstarf með Ingunni Hildi Hauksdóttur píanóleikara. Þröstur er meðlimur Hins Íslenska Gítartríós ásamt því að kenna í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. “