Fara í efni

Ég- Alla leið, stelpur 8- 11 ára

Til baka í viðburði
Hvenær
5. júlí - 1. september
Hvar
Varðan Sandgerði
Klukkan
16:30-19:30

Ég- Alla leið, stelpur 8- 11 ára

 Um er að ræða  námskeið sem er haldið á vegum Suðurnesjabæjar og verður haldiðí Vörðunni í Sandgerði. Inga Guðlaug Helgadóttir sálfræðingur, Helga Fríður Garðasdóttir félagsráðgjafi og Margrét Kristín Péturdóttir jógakennari sameina krafta sína með það að markmiði að efla stelpur á leið sinni út í lífið.

 

Markmið námskeiðisins: 

  • Að hjálpa ungum stelpum að sjá og þekkja styrkleika sína og nýta þá í daglegu lífi
  • Að fara út fyrir þægindarammann með leikjum og gleði
  • Að læra nýjar aðferðir í félagsfærni og samskiptum

 Á námskeiðinu munum við:

  • Fara yfir grunnþættina fjóra: svefn, mataræði, hreyfingu og félagstengsl
  • Skoða hugtakið vinátta, hvað er að eiga vin og hvað er að vera vinur
  • Æfa okkur í öndunartækni og lærum aðferðir við að kyrra hugann

 

Námskeiðið er tvö skipti. Fyrri tíminn er 5. júlí og sá seinni verður í ágúst/september (nánar auglýst síðar).

Verð : 17.900 kr Innifalið í verði er verkefnahefti með skemmtilegum heimaverkefnum sem gerð eru á milli tíma

 

 

17.900 kr

Aðrir viðburðir

5. jún

Opnun sumarsýninga Byggðasafns og Listasafns Reykjanesbæjar

Duus Safnahús / Duus Museum, Duusgata, Reykjanesbær
5. jún

Eagles - Bestu lög Eagles

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
6. jún

Bakkalábandið - Lagst að bryggju

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
17. jún

Þrautaleikur fjölskyldunnar

Reykjanesbær