Bubbi - Þorláksmessutónleikar í - Stapa
Þorláksmessutónleikaröð Bubba Morthens er ein allra langlífasta tónleikahefð í aðdraganda jóla og eru ófáir sem geta ekki hugsað sér aðventuna án þeirra. Tónleikarnir eru merkilegir fyrir þær sakir að þetta verður í 39. sinn sem Bubbi stendur fyrir Þorláksmessutónleikum. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir á Hótel Borg árið 1985. Þótt staðsetning tónleikana hafi breyst í gegnum tíðina má alltaf stóla á það að Bubbi mæti með gítarinn og perlar sín þekktustu lög á kvöldsins festi og rýnir í samtímann af sinni einstöku snilld.
Þorláksmessutónleikar Bubba verða á eftirtöldum stöðum
6. desember Hlégarður Mosfellsbæ
7. desember Hotel Selfoss
8. desember Hljómahöll Reykjanesbæ
19. desember Bíóhöllin Akranesi
21. desember Hof Akureyri
23. desember Harpa Reykjavík
Hlökkum til að sjá þig.