Fara í efni

Litlu Landmannalaugar

Til baka í viðburði
Hvenær
sunnudagur, 27 júní
Hvar
hittumst við bílastæðið við austurenda Djúpavatns
Klukkan
10:00-14:00

Litlu Landmannalaugar

Reykjanesið býður upp á margar frábærar og fallegar gönguleiðir og fljótlegt er að skjótast þangað á bíl frá Höfuðborgarsvæðinu. Jarðhitasvæðið vestan við Djúpavatn er falin perla, litrík, viðkvæm og falleg. Svæðið minnir að nokkru á Torfajökulssvæðið sunnan Landmannalauga en er smærra í sniðum og litríkir hryggirnir sem minna á Grænahrygg norður af Torfajökli gleðja augað. Þessi leirgil- og hryggir kallast því skrítna nafni Sogin og hafa mótast af jarðhita og eldvirkni í iðrum jarðar. Gangan er auðveld og hægt að fara frá Djúpavatni og ganga hring um svæðið með viðkomu við Spákonuvatn og Grænavatn. Gaman er að fara svo upp á Grænavatnseggjar og njóta stórfenglegs útsýnis yfir Djúpavatn, Reykjanesið allt og fjöllin norður af Reykjavík. Gönguleiðin er um 8 km og tekur um 4 tíma með góðum tíma til að njóta umhverfisins og taka góð nestishlé. Við hittumst við bílastæðið við austurenda Djúpavatns, en þangað liggur holóttur malarvegur, Vigdísavallarvegur sem ekið er inn á skammt frá Kleifarvatni. Vegurinn er fær öllum bílum að sumarlagi en best að aka rólega.
................................................................
Þar sem þetta er viðkvæmt svæði hámarkast það við 18 manns.
Verð: 6.900 og 20% afsláttur ef 2 eða fleiri saman. Tvö eða fleiri saman, þá er verðið 5.520 á mann eða 11.040 fyrir tvo.
Skráning og til að fá frekari upplýsingar fer fram með því að senda á okkur tölvupóst á info@fjallhalla.com eða skilaboð á Facebook. Gerið "reserve a spot eða going" á þennan viðburð og greiðið svo til að staðfesta sætið ykkar.
..............................................................................
Skilmálar í COVID ástandinu:
Hægt er að afturkalla með 48 klst fyrirvara vegna aðstæðna sem tengjast COVID ástandsins og ef meiðsl hafa átt sér stað. Ekki fæst endurgreiðsla vegna veðurspár. Ef þátttakandi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar.
6,900 Kr

Aðrir viðburðir