Fara í efni

Aðventutónleikar í Hvalsneskirkju

Til baka í viðburði
Hvenær
fimmtudagur, 15 desember
Hvar
Hvalsneskirkja, Suðurnesjabær, Southern Peninsula, 246, Iceland
Klukkan
20:00-21:30

Aðventutónleikar í Hvalsneskirkju

Mozart við kertaljós í Hvalneskirkju 15. desember kl 20:00.

Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin en í ár verða líka tónleikar á Suðurnesjum og er það í fyrsta sinn.

Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í þrjátíu ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu.

Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettuleikari, Eydís Franzdóttir óbóleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari.

Á dagskránni verða tvær af perlum Mozarts Óbókvartettinn kv.370 og hinn margrómaði Klarinettukvintett kv. 581. Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,” Í dag er glatt í döprum hjörtum” úr Töfraflautunni eftir Mozart.

Tónleikarnir eru um klukkustunda langir. Aðgangseyrir er 2500 og frítt fyrir átján ára og yngri. Miðar við innganginn.

Aðgangseyrir er 2500 og frítt fyrir átján ára og yngri. Miðar við innganginn.

Aðrir viðburðir

5. jún

Opnun sumarsýninga Byggðasafns og Listasafns Reykjanesbæjar

Duus Safnahús / Duus Museum, Duusgata, Reykjanesbær
5. jún

Eagles - Bestu lög Eagles

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
6. jún

Bakkalábandið - Lagst að bryggju

Café Bryggjan, Miðgarður, Grindavík
17. jún

Þrautaleikur fjölskyldunnar

Reykjanesbær