Fara í efni

Berjadagar tónlistarhátíð

Til baka í viðburði
Hvenær
30. júlí - 2. ágúst
Hvar
Klukkan
20:00-22:00

Berjadagar tónlistarhátíð

Berjadagar tónlistarhátíð um Verslunarmannahelgi hefst 30. júlí kl. 20:00 og stendur til sunnudagskvölds 2. ágúst. Nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins koma fram í Ólafsfjarðarkirkju og Menningarhúsinu Tjarnarborg. Hátíðin endurspeglar ,náttúru og listsköpun’ í fjóra daga með tónleikum, myndlistarsýningum, náttúruskoðun, heimspekikvöldi og grilli fyrir bæjarbúa úti undir berum himni! Hæst ber að nefna að Elja kammersveit og Hundur í óskilum eru með tónleika á hátíðinni. Í tilefni af 250 ára ártíð L.v.Beethoven verður upphafskvöld óhefðbundið að þessu sinni og er tileinkað ,heimspeki´ í Skíðaskálanum með Jóni Thoroddsen. Eftir það fer boltinn að rúlla með glæsilegum tónleikum föstudag kl. 20, Kammersveitin Elja undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar, Óperutónleikum við tjörnina laugardaginn 1. ágúst kl. 20, hádegiskonsert og síðar Hátíðarkvöldi í Ólafsfjarðarkirkju sunnudaginn 2. ágúst. 

75 ára kaupstaðarafmæli Ólafsfjarðar gengur í lið með Berjadögum þessa helgi og því eiga einkunnarorðin ,,náttúra og listsköpun” vel við með grilli fyrir bæjarbúa, göngutúrum og náttúruskoðun í fögrum Firðinum! Á laugardeginum verður myndlistarsýning og opnun Pálshúss opnuð samtímis við hátíðlega athöfn. 

Berjadagar verða haldnir í 22. skiptið og listrænn stjórnandi frá 2014 er sellóleikarinn Ólöf Sigursveinsdóttir. Tónlistarfögnuðurinn kenndur við ,,aðalbláber” er nú haldin um Verslunarmannahelgi ár hvert og hefur skipað sér sess sem mikilvægur þáttur í menningarflóru Norðurlands.  Í Ólafsfirði koma að þessu sinni saman um 65 listamenn! Og heldur hátíðin áfram uppi merkjum óperutónlistar í Menningarhúsinu Tjarnarborg, kammertónlistar og ljóðasöngs. Leikin verður tónlist eftir íslensk og erlend tónskáld. Á meðal þess sem heyra má í hljómhúsum Ólafsfjarðar að þessu sinni er kammerverkið Rökkursöngvar f. einsöngvara, selló og píanó eftir John Speight, einleiksverk á fiðlu eftir Ragnheiði Erlu Björnsdóttur, aríur eftir G. Verdi og sellósónata eftir L.v.Beethoven í flutningi Ólafar Sigursveinsdóttur og Þorsteins Gauta Sigurðssonar píanóleikara. Hrólfur Sæmundsson baritón er nú þekktur í heimaborg sinni Aachen í Þýskalandi þar sem hann syngur við óperuhúsið þar í borg við mjög góðan orðstýr, en kemur nú norður til að syngja bæði laugardag 1. ágúst í Tjarnarborg og 2. ágúst í kirkjunni! 

Nánar um viðburði og tímasetningar á heimasíðu hátíðarinnar www.berjadagar-artfest.com og á www.facebook.com/berjadagar.

Miðasala fer fram á tix.is.

2000-9500 kr.

Aðrir viðburðir

18. jún

Leikhópurinn Lotta sýnir Bakkabræður

Sauðárkrókur
24. jún

Hjartanæring á sumarsólstöðum

Lystigarður Akureyrar, Eyrarlandsvegur, Akureyri