Fara í efni

Skálmöld í Heimskautsgerðinu - Activate The Arctic Henge

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 7 september
Hvar
Klukkan
20:00

Skálmöld í Heimskautsgerðinu - Activate The Arctic Henge

Í nyrsta þorpi Íslands, Raufarhöfn, er stærsta útilistaverk landsins, Heimskautsgerðið –The Arctic Henge. Þar, innan höfuðátta víðáttunnar og einstakrar birtu, verða haldnir ógleymanlegir sólseturstónleikar með hljómsveitinni Skálmöld þann 7. september 2024.

Heimskautsgerðið er griðarstaður fyrir öll, óháð trú eða öðrum lífsskoðunum, þar sem fólk getur komið og tengst frumkröftunum og hlaðið batteríin. Gerðið er ekki einungis magnað mannvirki og minnisvarði um forna og nýja tíma, heldur líka kvikt og lifandi fyrirbæri. Markmið tónleikanna er að kynna Heimskautsgerðið og skapa á sama tíma algjörlega stórkostlega upplifun fyrir öll sem mæta.

Engu verður til sparað við að gera viðburðinn sem eftirminnilegastan og mögulega verður eldspúandi dreki á svæðinu.

 

 

Tónleikarnir eru haldnir af félagasamtökunum sem standa að byggingu Heimskautsgerðisins og allur hagnaður af þeim mun renna beint í áframhaldandi uppbyggingu þess.

9.990

Aðrir viðburðir

18. jún

Leikhópurinn Lotta sýnir Bakkabræður

Sauðárkrókur
24. jún

Hjartanæring á sumarsólstöðum

Lystigarður Akureyrar, Eyrarlandsvegur, Akureyri