Fara í efni

Formleg opnun Demantshringsins

Til baka í viðburði
Hvenær
sunnudagur, 6 september
Hvar
Vesturdalur
Klukkan
13:00-14:00

Formleg opnun Demantshringsins

Demantshringurinn er stórkostlegur 250 kílómetra langur hringvegur á Norðurlandi, en þar er að finna magnaðar náttúruperlur og skemmtilega afþreyingu.
Sunnudaginn 6. september 2020 verður formleg opnun á Demantshringnum og af því tilefni verður klippt á borða við áningarstað ofan við Vesturdal (https://goo.gl/maps/n541zWxHZS1bvtwf9 ).
Formleg athöfn hefst stundvíslega kl.13:00

Vegna takmarkana á fjölda gesta samkvæmt fyrirmælum frá Almannavörnum, þá verður fólk að skrá sig á viðburðinn svo hægt sé að halda utan um fjölda gesta.
Skráning fer fram hér: https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/frettir-af-innra-starfi/opnun-demantshringsins
 
Þetta er kjörið tækifæri til að ferðast leiðina og gera sér glaðan dag, en athugið að aðeins skráðir gestir geta mætt á sjálfa opnunarhátíðina.

Aðrir viðburðir