Fara í efni

Mývatnshringurinn

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 28 maí
Hvar
Klukkan
09:45-13:00

Mývatnshringurinn

Búast má við aukinni umferð hjólreiðamanna við Mývatn laugardaginn 298maí en þá stendur Mývatnsstofa að nýju hjólreiðamóti. Mývatnshringurinn 2021 verður ræstur frá Jarðböðunum við Mývatn kl. 9:45 og mun töluverður fjöldi hjólreiðafólks hjóla umhverfis Mývatn. Keppnisleiðin endar í Jarðböðunum við Mývatn og gert er ráð fyrir því að keppninni ljúki um kl 13:00.

Mývatnshringurinn er fyrsta hjólreiðakeppnin við Mývatn en hjólað er á malbiki umhverfis vatnið eða 42.2km alls og er haldið samhliða Mývatnsmaraþoninu sem fer einnig fram sama dag. Keppt er í almenningsflokki og keppnin hentar mjög vel öllum áhugasömum um götuhjólreiðar og við hvetjum eindregið keppnisfólk, fjölskyldur og vinahópa til að hjóla saman þessa stórbrotnu leið.

Mývatnshringurinn er hugsaður sem hjólreiðakeppni fyrir alla í stórbrotnu en samt þægilegu umhverfi. Allir þáttakendur fá skráðan tíma og þátttökuverðlaun. Innifalið í skráningu er einnig aðgangur í Jarðböðin við Mývatn!

Vegalengd: 42.2 km.
Dagsetning: 29. maí 2021
Ræsing: 09:45
Skráningargjald: 7.900,- kr

Skráningu lýkur: kl 23:59 þann 27. maí 2022

Hressing marki og aðgangur í Jarðböðin að keppni lokinni!

7900

Aðrir viðburðir

18. jún

Leikhópurinn Lotta sýnir Bakkabræður

Sauðárkrókur
24. jún

Hjartanæring á sumarsólstöðum

Lystigarður Akureyrar, Eyrarlandsvegur, Akureyri