Fara í efni

Jökulsárglúfur og Húsavík

Til baka í viðburði
Hvenær
11. júlí - 29. ágúst
Hvar
Klukkan
08:00-20:30

Jökulsárglúfur og Húsavík

Við leggjum af stað frá Akureyri kl. 08:00 og höldum austur að Dettifossi en á leiðinni er stutt þægindastopp í Mývatnssveit. Við gefum okkur góðan tíma til að skoða tvo mikilfenglega fossa, Dettifoss og Selfoss og nánasta umhverfi þeirra. Því næst gerum við stutt útsýnisstopp við Hafragilsfoss áður en haldið er í Hólmatungur en þar hefst 8 km ganga um undraheima Jökulsárgljúfurs að Hljóðaklettum. Þeir sem kjósa styttri göngu skoða sig um í Hólmatungum og fara svo með rútunni í Hljóðakletta. Í Hjóðaklettum er hægt að velja um mismunandi gönguleiðir:

  •  Hljóðaklettar - Tröllið, samtals 1,2 km eða um 30 mín. Auðveld gönguleið (blá).
  • Hringur í Hljóðaklettum, 3 km eða 60 - 90 mín. Krefjandi gönguleið (rauð) þar sem stígar liggja um óslétt hraun. 
  • Hringur um Hljóðakletta og Rauðhóla, 5 km eða 1,5 - 2 klst. Krefjandi gönguleið (rauð) þar sem stígar liggja um óslétt hraun.
  • Frá Hljóðaklettum að Karli og kerlingu, 2 km auðveld gönguleið (blá) að útsýnisstað eða 3 km krefjandi gönguleið (rauð) ef farið er niður á eyrina þar sem töllin standa.

Frá Hljóðaklettum er ekið sem leið liggur í Ásbyrgi en þar er gengið eftir þægilegum stígum. Hægt að velja stutta göngu að Botnstjörn eða aðeins lengri hring um innsta hluta Ásbyrgis.

Frá Ásbyrgi er ekið um Kelduhverfi og Tjörnes til Húsavíkur en þar verður stoppað í tvær klukkustundir. Á Húsavik hafa þátttakendur frjálsan tíma en þeir geta t.d. farið í Sjóböðin eða skoðað sig um í bænum en þar eru margir spennandi veitingastaðir. Komið til Akureyrar milli kl. 20:00 og 21:00. 

13.900

Aðrir viðburðir

18. jún

Leikhópurinn Lotta sýnir Bakkabræður

Sauðárkrókur
24. jún

Hjartanæring á sumarsólstöðum

Lystigarður Akureyrar, Eyrarlandsvegur, Akureyri