Fara í efni

Storm Duo Tónleikar

Til baka í viðburði
Hvenær
sunnudagur, 29 maí
Hvar
Herðubreið
Klukkan
18:00

Storm Duo Tónleikar

Íslensk-norska tvíeykið Storm Duo leikur fjölbreytta tónlist á harmóníku sem spannar frá þjóðlagatónlist til sígildrar tónlistar í Gamla bíósalnum í Herðubreið sunnudaginn 29. maí.

Ásta Soffía og Kristina, sem skipa Storm Duo, ólust báðar upp umvafnar þjóðlagahefð, hinni hefðbundnu harmóníkutónlist og við klassíska tónlist. Þær skoða menningartengslin á milli sinna heimasvæða (norður Íslands og vestur Noregs) í gegnum harmóníkuna. Þær leika á tónleikunum norska og íslenska þjóðlagatónlist og harmóníkutónlistina sem naut svo mikilla vinsælda á þeirra heimasvæðum á 20. öld. Einnig mun Storm Duo leika sígílda tónlist á harmóníku eftir Grieg og Bach og þannig sýna hversu alhliða hljóðfæri harmóníkan er.

Verið velkomin í Félagsheimilið Herðubreið sunnudaginn 29. maí. Tónleikarnir hefjast kl 18, kostar 3500,- inn og frítt fyrir 18 ára og yngri.

Tónleikarnir eru styrktir af Rannís, Kulturrådet og Múlaþingi.

Miðaverð er 3.500 kr. og frítt inn fyrir 18 ára og yngri

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað