Fara í efni

Hreindýradraugur #3

Til baka í viðburði
Hvenær
17. júní - 31. ágúst
Hvar
Minjasafn Austurlands
Klukkan

Hreindýradraugur #3

Sumarsýning Minjasafns Austurlands, Hreindýradraugur #3, verður formlega opnuð á þjóðhátíðardaginn. Þar mun franski listamaðurinn François Lelong sýna skúlptúra og teikningar sem eru innblásin af hreindýrum og náttúru Austurlands.

Þetta er í þriðja sinn sem listamaðurinn sýnir hér á landi en áður hefur hann sýnt á Húsavík og á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Hreindýrin, tilvist þeirra á Austurlandi og fjarvera þeirra annars staðar á landinu hafa verið honum innblástur.

Á fyrstu sýningu hans hér á landi, sem sett var upp á Húsavík, var fjarvera hreindýranna honum hugleikin og verkin innblásin af þeirri staðreynd að einu sinni voru hreindýrin partur af náttúru Norðurlands en ekki lengur. Þess í stað lifa þau áfram í ímyndunarafli mannfólksins og birtast í gegnum bein, tré og plöntur. François hefur síðan þá þróað þessa hugmynd áfram og unnið út frá dulúðinni og leyndardómnum sem fylgir hreindýrunum.

Í verkum sínum leggur François áherslu á að nota náttúruleg hráefni, m.a. hreindýrshorn. Á sýningunni verða bæði til sýnis eldri verk og ný verk sem Francois hefur unnið að undanfarnar vikur hér fyrir austan.

Sýningin verður formlega opnuð á þjóðhátíðardaginn kl. 14:30. Eftir það verður hún opin á opnunartíma Minjasafns Austurlands en safnið er opið alla daga í sumar frá 10:00-18:00

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað