Fara í efni

Flug&Fákar

Til baka í viðburði
Hvenær
sunnudagur, 24 júlí
Hvar
Egilsstaðaflugvöllur
Klukkan
12:00-16:00

Flug&Fákar

Kæru sveitungar og flugáhugafólk um allt land!

Loksins, loksins var verið að malbika flugbrautina okkar á ný!
Síðustu malbikunarframkvæmdir voru árið 1993 svo nú ber að fagna hressilega! Þó að framkvæmdum hafi lokið síðasta sumar gafst okkur ekki tækifæri til að fagna þá vegna samkomutakmarkana og komum við tvíefld til leiks í ár.
 
Okkur langar því að bjóða þér að njóta þess besta sem flugið hefur uppá að bjóða, skoða flugvélar og jafnvel sjá þær leika listir sínar. Ekki nóg með það, heldur verða fornbílar (Fákarnir!) af Héraði og Fjörðum til sýnis og verða margir eigendur til staðar og svara spurningum.
Hér verður hægt að fá sér veitingar, sýna sig, sjá aðra og spóka sig í blíðunni á Héraði.
 
-Þetta er viðburður sem öll fjölskyldan ætti að geta notið saman.-

Árið 1984 var haldinn afar vel heppnaður flugdagur hér á Egilsstöðum og hér inni eru nokkrar myndir af þeim viðburði ásamt myndbandi sem við fengum að láni frá Gunnari Snælundi Ingimarssyni. Ef að þið þekkið einhverja á myndunum megið þið endilega "tagga" þau eða ættingja.
Að sjálfsögðu er öll dagskráin undir veðrinu komin og gæti breyst með skömmum fyrirvara, en við vonum bara það besta.
 
Hlökkum til að sjá ykkur beint af Bræðslunni!!

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað