Fara í efni

Coney Island Babies með félögum úr SinfóAust

Til baka í viðburði
Hvenær
laugardagur, 8 október
Hvar
Egilsbúð
Klukkan
21:00

Coney Island Babies með félögum úr SinfóAust

Coney Island Babies með félögum úr SinfóAust

Hljómsveitin Coney Island Babies frá Neskaupstað og félagar úr Sinfóníuhljómsveit Austurlands sameina krafta sína á stórtónleikum í félagsheimilinu Egilsbúð í Neskaupstað 8. október. Flutt verða valin lög af hljóðversplötum Coney Island Babies í nýjum útsetningum sem Jón Ólafsson hefur haft veg og vanda af.

Coney Island Babies var stofnuð í febrúar 2004 í Neskaupstað og er ein elsta starfandi hljómsveit Austurlands. Hún hefur gefið út plöturnar Morning to Kill (2012) og Curbstone (2020), báðar aðgengilegar á Spotify, og komið fram á tónlistarhátíðum og tónleikum víða um landið.

Sinfóníuhljómsveit Austurlands var stofnuð 10. maí 2018 á Reyðarfirði af sjö austfirskum hljóðfæraleikurum og fyrstu tónleikar hennar fóru fram þann 1. desember 2018 í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði.

Þetta er í fyrsta sinn sem félagar í Sinfóníuhljómsveit Austurlands rugla saman reitum við austfirska rokkhljómsveit og því óhætt að tala um tímamótaviðburð í austfirsku menningarlífi.

Fram koma:

Geir Sigurpáll Hlöðversson – söngur, gítar og hljómborð

Guðmundur Höskuldsson - gítar

Jón Hafliði Sigurjónsson - bassi

Jón Knútur Ásmundsson – trommur og slagverk

Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir – hljómborð og söngur

Charles Ross – víóla og fiðla

Mairi Louisa – víóla og fiðla

Suncana Slamnig – selló

Guido Baumer - saxófónn

Vigdís Klara Aradóttir – saxófónn

Berglind Halldórsdóttir – klarínett

Páll Ívan frá Eiðum - kontrabassi

Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við Menningarstofu Fjarðabyggðar og Tónlistarmiðstöð Austurlands en auk þess njóta þeir stuðnings Uppbyggingarsjóðs Austurlands, sveitarfélagsins Fjarðabyggðar, Sparisjóðs Austurlands og Tónlistarsjóðs Rannís.

Verð er 4900 kr og miðasala fer fram á tix.is

4900 kr

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað