Fara í efni

Coney Island Babies í Seyðisfjarðarkirkju

Til baka í viðburði
Hvenær
föstudagur, 6 nóvember
Hvar
Seyðisfjörður
Klukkan
21:00-22:00

Coney Island Babies í Seyðisfjarðarkirkju

í fyrsta sinn spilum við fyrir gesti í menningarhöfuðstað Austurlands á Seyðisfirði og er það ekki lítið tilhlökkunarefni fyrir okkur!
Hljómsveitin Coney Island Babies var stofnuð árið 2004 í kjallara húss sem byggt var í Neskaupstað í byrjun aldarinnar sem leið. Eftir hljómsveitina liggja tvær hljómplötur: Sú fyrri hét Morning to Kill og kom út árið 2012 en plata númer tvö heitir CURBSTONE og kom út 4. júlí. Hún inniheldur m.a. lagið SWIRL sem naut nokkurra vinsælda í sumar.
Í Seyðisfjarðarkirkju munum við flytja úrval laga af þessum plötum og lofum ljúfri stemmningu. Enginn fer heim með suð í eyrum!

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað