Fara í efni

Cittaslow Sunnudagur

Til baka í viðburði
Hvenær
sunnudagur, 9 október
Hvar
Djúpivogur, Múlaþing, Austurland, 765, Ísland
Klukkan
13:00-18:00

Cittaslow Sunnudagur

Cittaslow sunnudagur á Djúpavogi
9. október 2022

Staldraðu við og njóttu!

Djúpivogur er aðili að alþjóðlegu Cittaslow samtökunum og leggur áherslu á gildin sem þar eru höfð í heiðri, sérkenni svæðisins og menningu þess. Fögnum því að vera Cittaslow og því að enginn annar staður er alveg eins og Djúpivogur. Kíktu við og kynntu þér hvað hér er um að vera og gera!

13:00 – 17:00 | Langabúð og Faktorshús
Langabúð:
Cittaslow kynningarmarkaður þar sem einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök á Djúpavogi kynna sína starfsemi til leiks, leyfa öðrum að smakka eða prófa, og selja varning og vörur. Pönnsur og kaffi á boðstólnum.
Faktorshús
: Notó opnar í nýjum húsakynnum í Faktorshúsi okkar allra.

14:30 – 16:00 | Ars Longa
Óskastund og Menningarmót

Óskastund í Ars Longa er fjölskyldustund sem verður haldin í tilefni af Cittaslow-Sunnudegi, 25 sept, milli 14:00 – 16:00.

Óskastund, Komið og krítið Völustíg í listasafninu, gangið Völustíginn inn að miðju til að finna óskina ykkar og gangið svo út úr stígnum og í náttúru-mandölugerð þar sem þið látið hana blómstra. Umsjón hefur Berglind Björgúlfsdóttir, deildarstjóri tónlistarskóla Djúpavogs og listakona og býður þar einnig upp á ljúfa tóna.

Menningarmót er sýning nemenda á unglingastigi í Djúpavogsskóla í samstarfi við BRAS, þar sem viðfangsefnið er ,,Ég, um mig, frá mér, til þín“.
Ungt fólk skoðar þar hver þau eru sem einstaklingar, með mismunandi mannauð, en á sama tíma hver þau eru með hliðsjón af samfélagi sínu og út frá heildinni.
Viðfangsefni Menningarmóts unga fólksins er hvað fær þau til að ljóma, hver tímalína mikilvægra lífsviðburða er, hvert töfrateppi mundi leiða þau í óskum sínum og hvaða tungumálaauði þau búa að í sínum hópi.

17:00 – 18:00 | Völustígur í Sandey
Völustígur býður öllum í kyrrðargöngu til að finna innri ró og innri persónulegan ásetning, um leið og notið er góðrar samveru í gullfallegri náttúru með útsýni á tignarlegan Búlandstind og yfir í heillandi Papey.

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, jógakennari og Gongmeistari, býður upp á Gongslökun út í náttúru og leiðir fyrstu kyrrðargöngu í Völustíg í Sandey.

Þar er tækifæri til að upplifa innri frið og innri ásetning, ganga inn að miðju, þar sem má hvíla í Steinaveröld, Plöntuveröld, Dýraveröld, Englaveröld, Álfa- og hulduveröld eða Veröld hins óendanlega og víðfema, og hugleiða.

Bæði er hægt að ganga gönguna sem einstaklingar eða sem hópur sem sameinar hugi í miðju Völustígsins.

Gott er að huga að þakklæti um leið og gengið er út úr Völustígnum.
Klukkan 13:00 – 14:00 er gestum og gangandi boðið að koma við í Völustíg í Sandey og aðstoða við að raða síðustu steinunum í Völustíg.

Kallabakki

Nýtt vegglistaverk við Kallabakka hefur líklega ekki farið fram hjá Djúpavogsbúum og gestum á svæðinu. Höfundur listaverksins er Stefán Óli Baldursson en hann vann myndina út frá gömlum ballmyndum frá Djúpavogi. Þekkir þú fólkið á myndinni?

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað