Fara í efni

Tónleikaröð í Bláu Kirkjunni - Seyðisfjörður

Til baka í viðburði
Hvenær
8.-29. júlí
Hvar
Seyðisfjörður
Klukkan

Tónleikaröð í Bláu Kirkjunni - Seyðisfjörður

Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan var stofnsett árið 1998 af Muff Worden tónlistarkennara og Sigurði Jónssyni verkfræðingi. Tónleikaröðin hefur verið starfrækt óslitið síðan undir sterkri stjórn Muff Worden. Sigurður Jónsson dró sig í hlé um tíma en hefur nú komið aftur til starfa sem formaður tónleikaraðarinnar. Í millitíðinni sá Muff alfarið um tónleikaröðina og sinnti því starfi af mikilli alúð. Hún lést 25. ágúst árið 2006 langt fyrir aldur fram.
Tónleikarnir fara fram í Seyðisfjarðarkirkju á miðvikudagskvöldum kl. 20:30 yfir sumartímann. Í kirkjunni er nýlegur Steinway flygill og 14 – 15 radda Frobeníus orgel. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða upp á fjölbreytta tónleika þar sem klassísk tónlist, djass og blús, þjóðlagatónlist og léttari músík fá að njóta sín.

Aðrir viðburðir

22.-30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
22.-25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
22.-25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað