Fara í efni

Bláa kirkjan: Frigg

Til baka í viðburði
Hvenær
miðvikudagur, 17 júlí
Hvar
Klukkan
20:00

Bláa kirkjan: Frigg

Íris Björk Gunnarsdóttir, sópransöngkona og Ólína Ákadóttir, píanisti, munu halda tónleika undir heitinu ,,Mig dreymdi”. Á tónleikunum munu þær taka fyrir drauma, óuppfylltar óskir og hina innstu þrá. Þá verða tónleikagestir leiddir í gegnum draumkenndan tónheim þar sem fjölbreyttar tilfinningar kvikna og ævintýri eiga sér stað. Flutt verður tónlist eftir meðal annars Jórunni Viðar, Lili Boulanger, Edvard Grieg og Claude Debussy. Íris Björk og Ólína hafa hlotið mikið lof fyrir útgeislun sína þar sem vinátta þeirra og leikgleði í tónlistinni kemur skýrt í ljós.

Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikarnir hefjast 20:30. Aðgangseyrir er 4.000 kr. Öryrkjar og eldri borgarar: 3000 kr. Frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

3000-4000

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað