Fara í efni

Andrými

Til baka í viðburði
Hvenær
22. maí - 24. júní
Hvar
Hafnarhúsið
Klukkan
14:00

Andrými

Andrými
Sýningarrýmið Gletta í Hafnarhúsinu, Borgarfirði eystri.
22. maí – 24. júní.
Aðgangur ókeipis.

Andrými er önnur sýningin í sýningarröð ´uns á Borgarfirði Eystri.
Þar sýna listamennirnir Anna Hallin, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Kristín Reynisdóttir og Olga Bergmann verk sín í sýningarrýminu Glettu og verður opnunin laugardaginn 22.maí 2021 kl. 14.00

Listamennirnir hafa unnið ný verk sérstaklega fyrir sýningarrými hafnarhússins. Á sýningunni verða skúlptúrar teikningar og ljósmyndir. Hafnarhúsið hefur fallegan lagskiptan arkitektúr þar sem form, ljós og efni móta heildrænan strúktúr.
Listamennirnir nálgast sýningarrýmið út frá formhugsun og aðlögun að rými hafnarhússins.

Sýningin Andrými opnar á flæði á milli hins huglæga rýmis og hins áþreifanlega.

Út fyrir efnið. Verk Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur er unnið út frá hugmyndum um heimilið og þau efni sem mikilvægt er að taka með sér þegar flutt er á nýjan stað. Þessi efni eiga samkvæmt hjátrú að vernda okkur gegn altjóni og því að líða skort. Í skúlptúr hennar sameinast frumefnin í formi framandi borðspils á meðan þula les breytingar á leikreglum aftur og aftur í meðfylgjandi vídeó og hljóðverki.

Loftmyndir verk Önnu Hallin er röð blekteikninga sem sækja innblástur í loftmyndir af flugmannvirkjum og hinu ýmsu tengingum á milli þeirra. Hún veltir fyrir sér brottflugi og aðflugi í loftrýminu og vegakerfinu sem mótað er í svörðinn. Manngerðar línur sem mætast og krossast og liggja eins og net yfir hvor aðra - skipulagið á jörðinni og hreyfingin í loftinu fyrir ofan. þessar hugmyndir birtast í teikningum þar sem allt byrjar með einni hugsun og þar sem leit, samruni og endurtekning á sér stað áður en eitthvað tekur á sig mynd.

Verk Olgu Bergmann Paradox fjallar um þá þversögn sem felst í manngerðri náttúru og skoðar skynjun okkar og skilning á náttúrunni og hvernig sú upplifun er klippt og skorin. Olga sýnir samsettan skúlptúr úr einingum sem eru unnar úr fundnu efni, aðallega trjábolum sem hún hefur hirt í görðum þar sem tré hafa verið felld eða fundið á haugunum eftir að trjánum hefur verið fleygt. Einingunum er síðan púslað saman í strúktúri sem er í senn lífrænn og mekanísku.

Verk Kristínar Reynisdóttur Endurvarp er samsettning 7 hringforma sem mynda súlu.
Hringurinn hin endalausa lína, mótar rými þar sem efnið endurvarpar umhverfinu til áhorfandans. Hugmyndin er frá upplifun listamannsins frá göngu sólríkan sumardag sumarið 2020 að Dyrfjöllum. Áhugaverð skynjun á rýminu á milli himins og jarðar og tengsl sólar við lífið á jörðinni.
Ljósmyndir fylgja verkinu og eru í nánu samtali við skúlptúrinn þar sem líf litir og form tala sínu máli.

Superstructure er þriggja sýninga röð sem ´uns skipuleggur í sýningarrými Glettu á Borgarfirði Eystri 2021.
Sýningarnar hafa allar ákveðið grunnstef í innihaldi sínu sem tengist sjálfri byggingunni.

Myndlistasjóður styrkir verkefnið.

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað