Fara í efni

Aðventuupplestur - Vera Ilugadóttir les

Til baka í viðburði
Hvenær
sunnudagur, 8 desember
Hvar
Klukkan
13:30

Aðventuupplestur - Vera Ilugadóttir les

Árlegur húslestur á Aðventu Gunnars Gunnarsson fer fram annan sunnudag i Aðventu, 8. desember, í skrifstofu skáldsins að Skriðuklaustri og hjá Rithöfundasambandi Íslands í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8. Lestur hefst klukkan 13:30 á báðum stöðum og stendur í um 3 tíma með hléi.
Á Skriðuklaustri er það Vera Illugadóttir sem les. Veru þekkja flestir vegna starfa hennar í fjölmiðlum þar sem hún hefur meðal annars verið framleiðandi og þulur útvarps- og hlaðvarpsþáttarins Í ljósi sögunnar á Rás 1.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir, lestrinum verður eining streymt á youtube rás Skriðuklausturs. (https://www.youtube.com/live/wawJBbRddn8?si=yobxwnZPuNFbzyR6)
Klausturkaffi býður hádegishlaðborð á undan og kaffihlaðborð á eftir með jólaívafi. Gott er að panta í hádegishlaðborðið á klausturkaffi@skriduklausturis eða í síma 471 2992
Aðventa kom fyrst út árið 1936 og síðan þá hefur sagan um Benedikt, Eitil og Leó verið lesin víða um heim af milljónum manna, ekki síst í desember. Aðventa er það verk Gunnars sem þýtt hefur verið á flest tungumál og selst í stærstum upplögum.
//
The annual reading of Gunnar Gunnarsson´s Good Shephard takes place in the poet's office at Skriduklaustur and in the writer's house in Reykjavík, Dyngjuvegur 8, on Sunday, December 10. The event starts at 13:30 and lasts about 3 hours with a break. Admission is free and everyone is welcome as long as space allows. The reading at Skriðuklaustur will be streamed on Skriduklaustur's YouTube channel. The event is in Icelandic.
Vera Illugadóttir will do the reading at Skriðuklaustur.
At Klausturkaffi there will be a coffee buffet with a Christmas twist after the reading

Aðrir viðburðir

1. maí - 30. sep

Fjarðarbyggðarflakk fjölskylduleikur

Fjarðabyggð
1. maí - 25. sep

Perlur Fljótsdalshéraðs

Egilsstaðir
1. jún - 25. sep

Heiðarbýlin í göngufæri

Fljótsdalshérað