Fara í efni

Hellaferð í Víðgelmi

Tilboð

Notaðu ferðagjöfina í undraveröldina Víðgelmi!

Hellaferð í Víðgelmi er einstök upplifun og við allra hæfi en aðgengi hefur verið stórbætt með tilkomu göngupalla.
Víðgelmir er oft sagður vera konungur íslenskra hella og ekki að ástæðulausu. Eins og nafnið gefur til kynna er Víðgelmir afar stór eða u.þ.b. 148.000m3 og þar með stærsti hraunhellir Íslands. Þessi undraveröld hefur að geyma litríkar hvelfingar, 1100 ára gamlar hraunmyndanir og árstíðabundinn ís sem setur skemmtilegan svip á umhverfið. Tilvalin dagsferð til Borgarfjarðar sem hentar öllum meðlimum fjölskyldunnar, stórum sem smáum. 

2 klst. akstur frá Reykjavík  -  1 klst. frá Borgarnesi 


Upplýsingar um ferð
Tími: 1.5 klst.

Erfileikastig: 1/5
Verð: Ferðagjöfin (5000kr.) fyrir fullorðna 18 ára og eldri, 1500kr. 12-18 ára, frítt fyrir börn
Innifalið: Hjálmur, ljós og leiðsögn.

Skoða nánar

Þetta tilboð færðu hjá:

The Cave

Ferðagjöf

Víðgelmir er stærsti hraunhellir landsins. 1.600 metra langur hellirinn býr yfir mögnuðum litaafbrigðum og hraunmyndunum djúpt í iðrum jarðar og með sínum framúrskarandi fjölbreytileika og glæsileika býður hann upp á ógleymanlega lífsreynslu.

Við bjóðum upp á fjölskylduvænar ferðir sem allar kynslóðir geta notið, þökk sé nýrri göngubrú og lýsingu í hellinum. Fyrir þá sem kjósa meiri áskorun, þá bjóðum við einnig upp á hálfs dags ferð alveg inn í enda hellisins, út fyrir manngerð þægindi.

Hellar eru oft dimmir og þröngir en það á ekki við um Víðgelmi. Það sem áður var seinfarið, harðgert landslag er nú auðvelt og skemmtilegt yfirferðar.