Fara í efni

Flot í Aurora Floating - næring fyrir líkama og sál

Tilboð

Notaðu ferðaávísunina og sparaðu yfir 28%

Upplifðu algjöra slökun í 60 mínútur 

Flot er fyrir þá sem vilja taka ábyrgð á eigin heilsu og líkama. Næring hugans eflir minni, rökvísi, greinandi hugsun og ímyndunarafl. Við eigum bara einn líkama, hugsum vel um hann. Slökun er álíka mikilvæg og áskoranirnar fyrir heilabúið. Að nota slökun í amstri dagsins er gulls ígildi. Flot er fyrir alla sem vilja vinna á streitu, slaka á, næra hugann og hugsa um líkama sinn.
Flottankurinn er með um 530 kg af Epsom / Magnesium salti.  Vatnið er 35°C heitt (sama hitastig og húð okkar).  Samsetning vatns og salts gerir það að verkum að þú flýtur í algjöru þyngdarleysi. 
Flotið er gott til að vinna gegn streitu, mýkja vöðva og er sérstaklega gott fyrir endurheimtu íþróttafólks. Flotið  eykur blóðflæði og er gott við höfuðverkjum auk annarra margra góðra hluta. 
Fljótandi hugleiðsla nær til okkar dýpstu vöðva sem þýðir að hún dregur úr verkjum og bólgum í liðum, baki og hálsi.

Aðstaðan

Gesturinn fær aðgang að herberginu sem flottankurinn er í. Þar er að finna handklæði, eyrnatappa, sturtu og baðvörur (sjampó, hárnæringu og líkamssápu) þannig að gesturinn þarf ekki að koma með neitt með sér.

Kostnaður

Bókaðu flot hjá okkur á info@nli.is og borgaðu með ferðaávísuninni þinni. Þannig færðu flotið á 5.000 kr í staðinn fyrir 7.000 kr og þú sparar yfir 28%
 

Skoða nánar

Gildir til: 15/12

Þetta tilboð færðu hjá:

Northern Light Inn

Ferðagjöf

Hótel Northern Light Inn er staðsett rétt við Bláa lónið með 42 herbergi, fjölskyldumiðaða þjónustu og frábæran veitingastað. Þráðlaust internet í öllu hótelinu.