Fara í efni

Ytra-Áland

Ytra-Áland er í Þistilfirði, milli Þórshafnar og Raufarhafnar.  Þaðan er fallegt útsýni og sólarlagið oft einkar fallegt.  Góðar gönguleiðir eru í nágrenninu t.d. er merkt leið á Rauðanesi og á Óttarshnjúk.
Kvöldganga með ströndinni eða fjöruferð nýtur jafnan vinsælda hjá dvalargestum.
 
Góð staðsetning til skoðunarferða um Þingeyjarsýslur. 
Áhugaverðir staðir eru m.a. Langanes, Melrakkaslétta, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur, Dettifoss og Mývatn.  Næsta þéttbýli / sundlaug: Þórshöfn u.þ.b. 15 mín akstur.

Afþreying: Skoðunarferðir um nágrennið með leiðsögn, hestaleiga og veiðileyfi eru seld í ám og vötnum

 

Hvað er í boði