Fara í efni

Venture North

Venture North sérhæfir sig í ævintýralegum upplifunum á róðrabrettum.

Langar þig að koma í ógleymanlega ferð í fallega Eyjafirðinum og læra grunnhandtökin á róðrabrettunum, hvort sem þú vilt róa til þess að komast í snertingu við náttúruna eða til þess að fá góða alhliða líkamsrækt í góðum félagsskap – þá færðu bæði hjá Venture North.

Hver ferð er einstök þar sem aðstæður eru síbreytilegar hér í norður-atlantshafi, en Venture North hefur sérsniðið ferðir sínar að veðri og vindum á svæðinu. Fjölbreytt úrval fastra ferða er í boði auk ýmis konar viðburða og sérferða.  

Ferðirnar leiðir SUP kennarinn og Guinness Heimsmethafinn Sigríður Ýr sem hefur áralanga reynslu af ævintýraleiðsögn og hefur sérhæft sig í vatnasporti og björgunaraðferðum      svo þú ert í góðum höndum.

Hjá Venture North færðu allann nauðsynlegan útbúnað, þurrgalla, SUP bretti og aukahluti svo þú þarft bara að skrá þig og mæta í þægilegum fatnaði innan undir þurrgallann.

Venture North býður meðal annars upp á;

  • SUP Kvöldsólarróður – 3 klst róðraferð um fallega fjörðinn þar sem við njótum náttúrufegurðarinnar, fáum góða hreyfingu og létt snarl.
  • SUP Jóga & Fitness – 1.5 klst æfing með áherslu á styrk og jafnvægi. Hér er blandað saman jógaæfingum og þreki á brettunum úti á sjó  > Allir ættu að prófa þetta!
  • SUP Skólinn – 6 klst SUP grunnkennsla þar sem þú lærir undirstöðuatriðin á SUP brettin.
  • SUP Sérsniðnar ferðir / Hópefli -  Allt frá klukkutíma til heils dags róðrarferðir, sérsniðnar að óskum þíns hóps.

Hlökkum til að  róa með þér.

Hvað er í boði