Fara í efni

Áning ferðaþjónusta - Traðir Gueshouse

Við Traðir gistiheimili er tjaldsvæði sem býður uppá góða snyrtiaðstöðu með sturtu og salernum. Kolagrill er á svæðinu. Á tjaldsvæðinu er rafmagnstenging fyrir húsbíla og fellihýsi. Traðir gistiheimili er einnig kaffi- og veitingahús og hægt er að kaupa veiðileyfi í Staðará.

Hestaleigan Fengur er við gistiheimilið og er starfrækt aðallega yfir sumartímann, eða frá páskum og út september. Hestaleigan er með aðsetur á Tröðum og einnig í Lýsudal hjá Kast Guesthouse. Frá Tröðum er aðallega verið að fara Löngufjörur og eru ferðirnar þá háðar flóði og fjöru. Í Lýsudal er hægt að velja um ýmsar útreiðaleiðir, hægt er að fara í ferð í gegnum hraunið og fara í hellaskoðun en þar er einnig stutt niður að sjó og er hægt að ríða fjöruna ef þess er óskað. Ferðir geta verið frá einni klukkustund upp í dagsferðir.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er í næsta nágrenni með heillandi náttúru og merkum sögulegum minjum.

Hvað er í boði