Tjaldsvæðið Mosfellsbæ
Staðsetning
Tjaldsvæðið við Skálabraut í Mosfellsbæ er staðsett í hjarta bæjarins, norðan við íþróttamiðstöðina á Varmársvæðinu, með fallegu útsýni yfir neðri hluta Varmár, Leirvoginn og Leirvogsána.
Aðstaða
Á tjaldstæðinu er aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.
Tjaldstæðið er við Varmárskóla og Varmárlaug og er baðaðstaða í lauginni.
Við tjaldstæðið er salernisaðstaða, vatn og rafmagn.
Umsjón
Tjaldsvæðið er í umsjá starfsmanna Vinnuskóla Mosfellsbæjar. Ekki er full gæsla á svæðinu og ekki næturvarsla.
Gestir geta greitt tjaldsvæðavörðum þegar þau koma á svæðið einu sinni á dag, þess á milli þarf að fara í afgreiðslu sundlaugarinnar að Varmá og greiða dvalargjöld þar.
Neyðarsími: 690-9297