Fara í efni

Tjaldsvæðið Laugalandi

FJÖLSKYLDUTJALDSVÆÐI. Ró á að vera komin á svæðið um miðnætti. 

Á svæðinu er mjög góð aðstaða fyrir börn. Sparkvöllur/gervigrasvöllur og körfuboltavöllur er á Laugalandi. Þrír leikvellir fyrir börn, þar af einn með aparólu og stórum hoppubelg.

Sundlaug með heitum pottum og rennibraut er að Laugalandi. Á tjaldsvæðinu eru útigrill, útiborð, rotþró fyrir ferðaklósett, rafmagn og fl.. Leyfilegt er að hafa hunda á tjaldsvæðinu ef þeir eru í bandi og þrifið er upp eftir þá.

Á Laugalandi eru einnig þrjú lítil gistihús til leigu allt árið um kring.

Nánari upplýsingar er að finna á www.tjalda.is/laugaland 

Hvað er í boði