Fara í efni

Thors Travel - Kristján Þór Haraldsson

Ferðagjöf á ekki við um þessa þjónustu

Thors Travel er lítið fyrirtæki, með ferðaskipuleggjanda leyfi. Við þjónum litlum hópum, mest átta manns í ferð.

Markmið okkar er að veita viðskiptavinum góða þjónustu í hvívetna. Við erum einnig reiðubúin að þjóna flugfarþegum á Keflavíkurflugvelli, sem þurfa að bíða eftir flugi á annan stað (transit farþegar).

Einstök náttúra Reykjaness gerir ferðalög á þessu svæði mjög eftirminnileg, hvort sem ekið er á bíl eða ferðast fótgangandi. Heimsfrægur viðkomustaður er að sjálfsögðu Bláa Lónið. Afgangsvatn frá gufuaflsvirkjun sem framleiðir bæði rafmagn og hitar upp vatn til húshitunar er notað sem baðvatn í Bláa Lóninu. Þarna er líka lækningalind fyrir fólk með psoriasis. Þar eru líka framleidd margskonar húðkrem.

Jarðfræði Reykjaness er einstök. Atlandshafshryggurinn rís hér úr hafi og gengur þvert yfir Ísland frá suðvestri til norðausturs. Hér mætast tveir meginlandaflekar þ.e. Evrópu-Asíu flekinn og Norður-Ameríku flekinn. Á Reykjanesinu voru mikil eldsumbrot á tólftu og þrettándu öld. Hraunið umhverfis Bláa Lónið rann árið 1226. Það heitir Illahraun. Flest fjöllin á Reykjanesi hafa myndast við gos undir jökli fyrir minnst tíu þúsund árum. Góð fiskimið eru umhverfis nesið. Ein bestu fiskimið heims eru í sjónum undan Grindavík. Saltfiskur hefur alveg frá fjótándu öld verið ein verðmætasta útflutningavara Íslendinga. Í Grindavík er Saltfisksafn Íslands. Það gefur góða innsýn inn í þann tíma,þegar sagt var að lífið væri saltfiskur. Rústir verbúða við Selatanga veita okkur innsýn í það harða líf sem forfeður okkar lögðu á sig til að draga björg í bú.

Ferð: Brottför: Lengd:
Ferð um Reykjanes Allt árið kl. 9:00 eða eftir samkomulagi 7 klst.
leiðsögn og aðgangur að Saltfisksetri Íslands innifalinn.
Skoðunarferð um Reykjavík Allt árið kl. 9:00 eða eftir samkomulagi. 3 klst.
Hámark átta manns í hverja ferð. Sótt á hótel/gistiheimili innifalið.

Hvað er í boði