Fara í efni

Skautahöllin

Skautafélag Akureyrar var stofnað 1. janúar 1937. Félagið hefur það að markmiði að efla skautaíþróttina og hefur rekið Skautahöllina á Akureyri síðan um áramótin 1999-2000. Í Skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta á sanngjörnu verði og fá lánaða hjálma án endurgjalds auk þess boðið er upp á skerpingu gegn vægu gjaldi fyrir þá sem þurfa.

Það er tilvalið að taka skautasvellið á leigu fyrir hópa eða félagasamtök og má nefna að tilvalið er fyrir starfsfólk fyrirtækja að bregða sér á skauta, spila íshokkí eða fara í krullu en það er íþrótt sem kemur verulega á óvart. Einnig er mjög vinsælt er að halda uppá barnaafmæli hérna í Skautahöllinni. .

Hvað er í boði