Garðskagi - kaffihúsið Flösin
Kaffihúsið Flösin í gamla Garðskagavita er fallegt, kósý lítið kaffihús í næstelsta vita landsins. Það er opið að sumarlagi og samkvæmt samkomulagi fyrir hópa á veturna. Staðsetning á ysta odda Garðskaga býður upp á einstakt sjónarspil Garðskagarastarinnar, þar sem tveir öflugir hafstraumar mætast og mynda eina hættulegustu röst landsins sem hefur hrifið til sín mörg skip og sjómenn í aldanna rás. Gamli Garðskagaviti er skyldustopp í rúnti um Reykjanesskagann og eitt þekktasta kennileyti svæðisins.
Gestir geta fengið kaffi, öl eða vín og kökur í frábæru umhverfi. Hægt er að sitja með veitingar í ljóshúsi vitans með 360° útsýni.
Fyrir þá sem vilja veigameiri máltíð er Veitingahstaðurinn Röstin einungis í um 100 metra fjarðlægð frá gamla vitanum.
Vitarnir á Garðskaga voru byggðir 1897 og 1944. Garðskagi er einn af bestu fuglaskoðunnarstöðum landsins.
Stóri vitinn er sá hæsti á Íslandi og geymir hann tvær áhugaverðar sýningar, norðurljósasýningu og hvalasýningu. Frá toppi vitans er stórkostlegt útsýni.
Það er líka tjaldsvæði á Garðskaga.
Opnunartími: sumartími
Fyrir hópa hafið samband við safnstjóra í síma 893-8909 eða með tölvupósti: johann@gardskagi.com