Fara í efni

Háafell Geitfjársetur

Ferðagjöf

Íslenska geitin er í útrýmingarhættu, á Háafelli er unnið að verndun og viðhaldi geitastofnsins. Gestir fá góðar móttökur hjá geitunum sem eru mjög mannelskar. Hægt er að taka geitur í fóstur og taka þannig þátt í að vernda stofninn.

Salernisaðstaða. Verslun Beint frá Býli. Geitaafurðir, baðvörur, krem og sápur, skinn og handverk.

Rósagarður með um 180 tegundum rósa ásamt öðrum yndisgróðri.

Önnur dýr á bænum eru: Hestar, kindur, landnámshænur, silkihænur, hundar og kettir.

Opið 1. júní til 31. ágúst frá 13:00 til 18:00 og síðan allt árið eftir samkomulagi.

Verðið er 1500 fyrir fullorðna, 750 fyrir 7-17 ára frítt fyrir yngri og hver fjölskylda borgar aldrei fyrir fleiri en 2 börn

Hvað er í boði