Fara í efni

The Bioeffect Tour

Græna smiðjan er 2.000 fermetra vistvænt hátæknigróðurhús staðsett í Grindavík en inni í hlýjunni vex byggið sem gefur af sér prótínið sem er meginuppistaðan í BIOEFFCT húðvörunum. Gróðurhúsið nýtir jarðvarma, íslenskan vikur og hreint, íslenskt vatn til þess að rækta byggplöntur, en hún getur hýst allt að 130 þúsund byggplöntur á sama tíma.

ORF Líftækni hefur þróað tækni til að framleiða sérvirk prótein í byggi, en aðferðin er afrakstur áratuga vísinda- og þróunarstarfs. Prótein þessi eru notuð sem innihaldsefni í BIOEFFECT húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins.

Gestastofan er hugsuð sem valkostur fyrir ferðamenn og aðra til að skoða hvernig ræktunin fer fram en hægt er að bóka skipulagðar skoðunarferðir um gróðurhúsið ásamt kynningu á því hvernig EGF verður til og á sögu BIOEFFECT í gegnum vefsíðu okkar.

Hvað er í boði