Fara í efni

Sundlaugin Selárdalur

Sundlaugin Selárdalur

Sími: 473-1499 -  473-1331
netfang: info@vopnafjardarhreppur.is

Sundlaugin er 3,5 km frá þjóðvegi 85 á leið til Bakkafjarðar, 12 km frá Vopnafjarðarkauptúni. Laugin stendur á bakka Selár þar sem hún rennur í grunnu gljúfri. Leitun er að jafn fagurri staðsetningu fyrir sundlaug enda laugin rómuð fyrir umhverfi sitt. Rétt við sundlaugina er uppspretta með heitu vatni og var vatn úr þeirri uppsprettu notað til margra ára í sundlaugina. Í dag er uppsprettuvatnið nýtt til að hita upp vatnið í sundlauginni.

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott við Selárlaug. Þar er nestisaðstaða og stór sólpallur ásamt rúmgóðum heitum potti og barnalaug.

Laugin var byggð sumarið 1949 af félagsmönnum í Einherja, ungmennafélagi Vopnafjarðar. Byggðu þeir laugina að mestu í sjálfboðavinnu og var hún vígð sumarið 1950. Endurbætur hafa verið gerðar á lauginni og er hún í ágætu ástandi, ávallt hefur þess verið gætt að halda umhverfi laugarinnar snyrtilegu. Fram undir 1975 var sundkennslu þannig háttað að nemendur dvöldu 1/2 mánuð í vist í húsum laugarinnar og mun oft hafa verið glatt á hjalla á þessum sundnámskeiðum.

Sundkennsla fer fram í sundlauginni að hausti og vori.

Opnunartími Selárlaugar

Sumar (1. júní  – 31. ágúst)
mánudaga- föstudaga:      kl. 10:00 til kl. 22:00. 
laugardaga- sunnudaga:    kl. 10:00 til kl. 18:00.

Vetur (01. sept. – 31. maí)
mánudaga - föstudaga:     kl. 14:00 til kl. 19:00.
laugardaga- sunnudaga:    kl. 12:00 til kl. 18:00.

Hvað er í boði