Fara í efni

Strætó bs.

Strætó bs. sinnir almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu en jafnframt sér fyrirtækið um strætisvagnaakstur um Vesturland, Suðurland og Norðurland Leiðavísir, tímatöflur og leiðakort eru aðgengileg á heimasíðu fyrirtækisins, www.strætó.is
Upplýsingar um leiðakerfið eru einnig veittar í síma 540-2700.
Fargjöld: Hægt er að velja um nokkrar leiðir til að greiða fargjaldið með strætó. Farþegar eru hvattir til að kynna sér mismunandi valkosti. Áætluð notkun ræður mestu um hagkvæmnina fyrir hvern og einn.
Til sölu eru nokkrar tegundir tímabilskorta (afsláttarkorta); eins dags kort, þriggja daga kort, mánaðarkort, þriggja mánaða kort og níu mánaða kort. Einnig er hægt að kaupa svokölluð Gestakort sem gilda í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu og í sundlaugar og söfn í Reykjavík. Eigendur tímabilskorta geta notað kortin ótakmarkað meðan þau eru í gildi.
Þeir sem ekki nýta sér tímabilskortin geta keypt farmiðaspjöld eða staðgreitt fargjaldið. Farmiði og staðgreiðsla veita rétt til að fá skiptimiða hjá vagnstjóra ef ætlunin er að ferðast með fleiri en einum vagni. Skiptimiði gildir í 75 mínútur. Athugið að vagnstjórar eru ekki með skiptimynt og einu fargjaldaformin sem þeir selja eru farmiðaspjöld.
Sölustaðir: Helstu sölustaðir Strætó eru skiptistöðvarnar á Hlemmi, Lækjartorgi, Mjódd og Firði ásamt Ráðhúsi Reykjavíkur og verslunarmiðstöðvum í Kringlunni og Smáralind. Á heimasíðu Strætó, www.strætó.is, er að finna ítarlegri lista yfir sölustaði ásamt símanúmerum fyrirtækjanna.
Vinsamlegast skoðið heimasíðu fyrirtækisins vegna strætóleiðakerfisins og verðskrár.

Til að nálgast Strætó appið, vinsamlegast smellið hér.

Hvað er í boði