Fara í efni

Stóratunga

Gisting
Við bjóðum upp á gistingu og dvöl á eyðijörðinni Stórutungu, þar er gamalt íbúðarhús með tveimum íbúðum. Á neðri hæðinni eru 5 tveggjam. svefnherbergi, baðherbergi með sturtu, stofa og eldhús. Í stofu er 10-12 manna matarborð og 6 manna borð í eldhúsi. Efri hæðin, er undir súð og er með sér inngangi, þar eru 2 svefnherbergi, með tvemum og þremum rúmum, baðherbergi með baðkari m/sturtu, stofa og eldhús.Við innganginn á efri hæðina er lítið salerni og þvottahús með vaski og svelg í gólfi. Í eldhúsunum eru venjuleg heimilistæki, ísskápar, örbylgjuofnar, leirtau og algeng eldhúsáhöld.
Innangengt er á milli íbúðanna.

Aðstaðan og umhverfið
Húsið stendur á lækjabakka með svæfandi niði frá smáfossi, og býr yfir sálarfriði.
Stóratunga er á rólegum stað, úr alfaraleið 6 km. frá aðalvegi, og býður upp á margar skemmtilegar göngu og reiðleiðir t.d.að Aldeyjarfossi og í Svartárgil. Seld eru veiðileyfi í Svartá, sem er skemmtileg urriðaá með fluguveiði og sleppingu. Íbúðirnar eru leigðar hver fyrir sig, eða saman,einn sólarhring eða lengur og einnig er hægt að fá eitt og eitt herbergi með eldunaraðstöðu, hvort heldur er svefnpokapláss eða rúmföt, án sængurvera. Einnig er hægt að fá uppbúin rúm með handklæði og aukadýnur.
Staðurinn er upplagður fyrir fjölskyldusamveru, afmæli eða minni ættarmót þar sem næg tjaldstæði eru á túninu og nýta þá aðstöðuna í húsinu, og t.d. göngu-, veiði- og hestahópa. Góðir hagar fyrir marga hesta.

Hvað er í boði