Fara í efni

Steindórsstaðir

Ferðagjöf á ekki við um þessa þjónustu

Gistingin er í nýuppgerðu eldra íbúðarhúsi í 7 herbergjum: 3 x eins manns, 3 x 2ja manna og 1 x 3ja manna herbergi. Vaskar eru á herbergjum. Boðið er uppá morgunmat.

Eldunaraðstaða í snyrtilegu eldhúsi, búnu helstu tækjum, samliggjandi setustofa með sjónvarpi. Heitur pottur með góðu útsýni yfir sveitina.

Falleg gönguleið upp með Rauðsgili, þar eru fjöldi fallegra fossa.

Stutt í næstu golfvelli og sundlaugar og áhugaverða staði í nágrenninu t.d. Reykholt, Deildartunguhver, Hraunfossar, Húsafell og Viðgelmir.

Hvað er í boði