Fara í efni

Sólheimasetur

Sólheimar eru sjálfbært samfélag þar sem rúmlega 100 einstaklingar búa og starfa saman. Sólheimar eru stofnaðir árið 1930 af Sesselju Hreindís Sigmundsdóttur (1902 – 1974).

Byggðahverfið Sólheimar leggur áherslu á ræktun manns og náttúru. Rekin er öflug félagsþjónusta á Sólheimum þar sem einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn er veitt tækifæri til atvinnu og starfsþjálfunar, búsetu, félags- og menningarstarfs.

Fjölbreytt starfsemi fer fram á Sólheimum svo sem rekstur skógræktar- og garðyrkjustöðvar sem báðar stunda lífræna ræktun einnig er rekið bakarí og matvinnsla. Verslun og listhús, kaffihús og gistiheimili. Fjöldi listvinnustofa er á Sólheimum svo sem kertagerð, listasmiðja, keramik, vefstofa, jurtastofa og smíðastofa.

Í byggðahverfinu er kirkja, höggmyndagarður, trjásafn, hljómgarður, listsýningarsalur, umhverfissetrið Sesseljuhúsi auk íþróttaleikhúss.

Menningarveisla Sólheima stendur yfir frá byrjun júní til um miðjan ágúst og eru tónleikar eða viðburðir alla laugardaga á sumrin, ýmist í kirkjunni eða á Péturstorgi. 

Íbúar Sólheima leggja metnað sinn í að taka vel á móti gestum og eru allir velkomnir að Sólheimum. Vakin er sérstök athygli á „Á döfinni“ þar sem sérstaklega eru tilgreindir þeir atburðir sem á boðstólnum eru hverju sinni.

Þið finnið okkur á facebook hér: https://www.facebook.com/heimasol
Þið finnið okkur á instagram hér: @solheimareco 

Vertu velkomin(n) á Sólheima.

Hvað er í boði

Hleðslustöðvar

Staðsetning Þjónustuaðili Tenglar
Annað 1 x 7.4 kW (CCS)
Annað 1 x 7.4 kW (CCS)