Fara í efni

Smiðjuloftið

Ferðagjöf

Smiðjuloftið er nýtt afþreyingarsetur á Akranesi. Þar er m.a. að finna hæsta klifurvegg landsins, skemmtileg leiktæki og bjarta, notalega aðstöðu fyrir hópa til að koma saman, með útsýni yfir Faxaflóa og Snæfellsjökulinn.

Við tökum glöð á móti hópum í leit að hópefli, hreyfingu, söng og skemmtun.

Smiðjuloftið - ClimbingIceland býður einnig upp á leiðsagðar ferðir í klettaklifur, gönguferðir og aðra útivist í nágrenni Akraness.


Hvað er í boði

Tilboð

Ævintýraferð í Akrafjalli

Klifur og útivist er frábær skemmtun fyrir fjölskylduna og vinahópinn. Við bjóðum upp á stuttar klifurferðir með leiðsögn sem henta byrjendum og óvönum. Hafið samband við Smiðjuloftið og við hjálpum ykkur að skipuleggja skemmtilegan dag í nágrenni höfuðborgarinnar.

Klifurferð I: 60-90 mín fyrir 2 pers .- 6.500kr á mann

Klifurferð II: 90-120 mín fyrir 4 pers. - 4.900kr á mann

Klifurferð III: 4 klst fyrir 2-4 pers. - verð frá 12.000kr á mann

Innifalið: Klifurskór, hjálmur, klifurbelti, klifurlína + allur sérhæfður búnaður. Hafið samband fyrir stærri hópa og fáið tilboð.

 

Einnig bjóðum við upp á leiðsagðar gönguferðir um nágrenni Akraness og við tökum vel á móti fjölskyldum og vinahópum sem vilja eiga skemmtilega og notalega stund á Smiðjuloftinu. Kjörið fyrir fjölskylduhitting, vinahópinn eða saumaklúbbinn. 

Hafðu samband

Gildir til: 01/11