Félagsheimilið Skjöldur
Félagsheimilið Skjöldur er staðsett miðsvæðis í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Húsið er í 9 km fjarlægð frá Stykkishólmi á vegi 58 í Vegahandbókinni.
Í húsinu er svefnpokapláss fyrir allt að 40 manns, það tekur rúmlega 100 manns í sæti. Góð aðstað er til ættarmóta, afmæla eða annars konar hópasamkoma. Tjaldstæðið við húsið er opið allt sumarið.