Fara í efni

Sjávarböðin á Reykhólum

Sjávarsmiðjan og þaraböðin er hugarfóstur ábúenda og bóndahjónanna Svanhildar Sigurðardóttir og Tómasar Sigurgeirssonar á Reykhólum. Þaraböð eru 100% náttúruleg afurð sem kemur frá Reykhólum á Vestfjörðum eða einni af auðlindaríkustu jörðum landsins. Reykhólar, gamalt höfuðból til forna, stendur við hin lífríka Breiðafjörð og á jörðinni er eitt mesta hverasvæði Vestfjarða.

 Oft hefur verið nefnt að fiskurinn í Breiðafirði er einn gæðamesti fiskur sem fyrir finnst og þar má einnig finna einn stærsta fuglaklasa landsins. Ástæða þess að allt iðar þar af lífi má eflaust rekja til þeirra miklu gæða í lífríki sjávarins í firðinum, en þar er einmitt einn stærsti þaraskógur á Íslandi og oft nefndur sem frumskógur norðursins.

 Sú auðlynd hafsins hefur orðið að einni helstu atvinnugrein í þessu litla þorpi á Reykhólum, það er vinnsla og þurrkun þara. En þarann ásamt jarðhitanum á Reykhólum hafa ábúendur jarðarinnar nýtt sér til heilsubóta svo kynslóðum skiptir. Þekktar eru sögur frá forfeðrum ábúenda, sem standa að Sjávarsmiðjunni, en einnig úr gömlum heimildum frá fornöld um nýtingu á þara, fjöru og hveravatni til slökunar, fótabaða, eflingu húðar og heilsubóta.

 Þó ýmsar rannsóknir hafa einnig staðfest náttúruleg gæði og ávinning þara á húð og heilsu, að þá eru Sjávarböðin á Reykhólum og ALGAE NÁTTÚRA helst byggð á þeim aldagömlu hefðum og þekkingu forfeðra á þessum náttúrulegu auðlindum svæðisins.

 Sjávarsmiðjan er með einfaldan  matseðil sem inniheldur gómsætar vöfflur og nýmalað kaffi. Einnig ef pantað er með fyrirvara er hægt að útbúa salöt, hverarúgbrauð og fl.

Hvað er í boði