Sesseljuhús umhverfissetur
Sesseljuhús umhverfissetur er fræðslusetur um umhverfismál og sýningarhús um sjálfbærar byggingar. Þar fer fram alhliða fræðsla um umhverfismál og haldin námskeið fyrir nemendur á grunn- og háskólastigi. Auk þess eru þar málþing, fundir og námskeið þar sem allir eru velkomnir. Sýningar um umhverfismál eru jafnframt haldnar allan ársins hring.
Í húsinu er afbragðs aðstaða til funda-, námskeiðs- og ráðstefnuhalds.