Sagnagarður, fræðslu- og kynningarsetur Landgræðslunnar
Í Sagnagarði, fræðslu- og kynningarsetri Landgræðslu ríkisins, er sögu landeyðingar og landgræðslu á Íslandi gerð skil í máli og myndum. Sagt er frá baráttu við óblíð náttúruöfl og afleiðingar ósjálfbærrar landnýtingar og náttúruhamfara. Greint er frá 100 ára sögu landgræðslustarfs á Íslandi og lýst helstu verkefnum í endurheimt landgæða og vistkerfa, gróðurvernd og alþjóðlegu samstarfi.
Opið alla daga 1/6 til 31/8 frá kl. 10-17.
Aðgangur er ókeypis, en gjald er innheimt ef óskað er eftir leiðsögn. Panta þarf leiðsögn með þriggja daga fyrirvara.
Vinsamlega hringið í síma 488 3000 til að bóka leiðsögn og fá nánari upplýsingar.