Fara í efni

Safnahúsið í Neskaupstað

Húsið sem á sér merka sögu hefur að geyma þrjú glæsileg söfn undir sama þaki.

Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar
Tryggvi Ólafsson er fæddur árið 1940 á Norðfirði. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1960-61 og við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1961-66. Tryggvi er meðal þekktustu núlifandi myndlistarmanna Íslendinga.

Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar
Á safninu eru áhugaverðir hlutir sem tengjast sjávarútvegi, bátasmíði, járn- og eldsmíði og einnig gömlum atvinnuháttum á Íslandi. Þarna er að finna eftirlíkingu af eldsmiðju föður Jósafats þar sem Jósafat lærði og byrjaði starfsferil sinn.

Náttúrugripasafnið í Neskaupstað
Safnið var stofnað 1965.  Fyrsta sýning þess var opnuð sumarið 1970 í Gagnfræðaskólanum í Neskaupstað,  en árið 1971 var sýningarsalur safnsins opnaður að Mýrargötu 37.  Var Hjörleifur Guttormsson fyrsti forstöðumaður safnsins og aðalhvatamaður þess.  Árið 1989 flutti safnið að Miðstræti 1,  þar sem það var til húsa til ársins 2006, en þá var það flutt í Safnahúsið í Neskaupstað, Egilsbraut 2, Neskaupstað.
Safnið hefur að geyma flesta íslenska fugla auk fjölda flækinga ásamt ágætu fiskasafni með ýmsum sjaldséðum fiskum. Einnig eru í safninu ýmsir gripir af sjávarbotni, þar á meðal mjög gott safn skeldýra. Villtu íslensku spendýrin eiga sína fulltrúa á safninu og þar er einnig mjög gott steinasafn. Þá varðveitir safnið austfirskar plöntuvísindasafn og skordýrasafn.

Safnið hefur að geyma flesta íslenska fugla auk fjölda flækinga ásamt ágætu fiskasafni með ýmsum sjaldséðum fiskum. Einnig eru í safninu ýmsir gripir af sjávarbotni, þar á meðal mjög gott safn skeldýra. Villtu íslensku spendýrin eiga sína fulltrúa á safninu og þar er einnig mjög gott steinasafn. Þá varðveitir safnið austfirskar plöntuvísindasafn og skordýrasafn.

Safnahúsið er opið alla daga vikunnar frá 1. júní - 31. ágúst frá kl. 13:00 - 17:00

Hvað er í boði